Baughamar 3

Sala er hafin á íbúðum við Baughamar 3 í einstaklega fjölskylduvænu hverfi í Hafnarfirði.

Stutt í skóla, leikskóla og náttúruna.

Nærri náttúru og þjónustu

Í húsinu við Baughamar 3 eru 27 íbúðir, allt frá tveggja til fjögurra herbergja íbúðir.

Þær afhendast fullbúnar með gólfefnum. Lögð er áhersla á vandaðar íbúðir með þægilega hljóðvist og góðum loftgæðum. Eldhúsinnréttingar eru frá þýska framleiðandanum Nobilia og með steinplötu á borðum, umboðsaðili er GKS. Eldhús er fullbúið tækjum eins og helluborði, viftu, innbyggðum ísskáp, innbyggðri uppþottavél og ofni.

Mikil áhersla er lögð á vandaðan frágang utanhúss. Merkt bílastæði fylgir íbúðum á jarðhæð á lóð, kaupendu annarra íbúða í húsinu geta kosið að kaupa merkt bílastæði í bílakjallar hússins. Einnig eru bílastæði á lóð fyrir íbúa og gesti hússins. Baughamar er í Svansvottunarferli og hönnun tekur mið af gæðum og endingu.

Baughamar er staðsettur í dalverpi umlukið Skarðshlíð til norðurs, Vatnshlíð til austurs og Hamranesi til suðurs. Einn helsti styrkur hverfisins er nálægð þess við náttúrulega umgjörð, fagurt landslag sem einkennist af aflíðandi gróinni hlíð (Skarðshlíð) til suðurs og austur, hraunbreiðum í svæðinu miðju og svipsterkum klettavegg í suðvesturs.

baughamar_bg5
bud3_back_2024_06_05

Frágangur til fyrirmyndar

Við alla hönnun var lögð áhersla á vandaðar lausnir til að tryggja ending byggingarinnar. Útveggir eru einangraðir sem lámarka kuldabrýr og eykur orkunýtni. Gluggarnir eru frá traustum framleiðanda og hluti þeirra þrýstiprófaðir til samræmis við rakavarnaáætlun Svansins. Þá er byggingin álklædd sem tryggir viðhaldslétta eign.

Innanhúss er lögð áhersla á að allt efnisval sé umhverfisvottað og tryggi gæði innivistar. Hljóðhönnuður hafa farið yfir efnisval og hönnunarlausnir og innréttingar úr vottuðum efnum. Hver íbúð hefur sjálfstætt loftræstikefi sem tryggir ferskt loft og heilnæmi íverurýma.